Áður en byrjað er að rúlla:
Byrjið á því að hita rúlluna aðeins undir volgu vatni og leggja svo í spritt í nokkrar mínútur til þess að sótthreinsa.
Hreinsið andlitið vel af farða og óhreinindum.
Aðferð:
Byrjið á því að rúlla upp og niður svo bæði lóðrétt, lárétt og á ská,um 5 sinnum á hvert svæði sem þú vilt meðhöndla. Haltu sama hraða og þrýstingi í að minnsta kosti 1 mínútu til þess að örva húðina.
Meðferðin ætti að taka nokkrar mínútur og hún geti verið endurtekin 2-3 sinnum í viku.
Ekki nota á augnlok, varir eða nef.
Þú gætir fundið fyrir smá roða eftir meðferð, það hverfur eftir 2-7 daga eftir því hversu áköf meðferðin var.
Ávinningur af rúllun:
Aðstoðar við framleiðslu á kollageni, sem dregur úr fínum línum og hrukkum. Dregur úr ójöfnum húðlit og örum.
Gott er að setja góðan raka á húðina eftir meðferð.
Gott að hafa í huga:
Ef þú ert með unglingabólur, sýkingu í húð, rósroða eða önnur húvandamál þá mælum við með að leitað sé til húðsjúkdómalæknis áður en þú notar rúlluna. Ekki deila rúllunni með öðrum og gæta skal fyllsta hreinlætis við notkun.