Ólafur Nielsen / Mantra ráðgjöf

Ég hjálpa fyrirtækjum, stofnunum og stjórnendum þeirra að grípa tækifærin sem stafræn umbreyting felur í sér og miðla reynslu síðustu 15 ára við stjórnun, vöruþróun í hugbúnaði, markaðssetningu og rekstur fyrirtækja.

 
10945893_10205128593829525_1734121718563055105_o.jpg

Ég vil hjálpa þér að ná árangri í stafrænni framtíð

Ég er ástríðufullt nörd sem byrjaði ferilinn sem forritari en undanfarin ár hef ég starfað sem framkvæmdastjóri og ráðgjafi hjá hugbúnaðarfyrirtækinu Kolibri en meðal viðskiptavina þess eru TM, Íslandsbanki, Reykjavíkurborg og Valitor. Þar á undan var ég eigandi stafræna hönnunarfyrirtækisins Form5 og starfaði sem vefmarkaðsstjóri WOW air þegar það var að hefja flug.

En nóg um mig, ég held að við getum starfað saman að því að hjálpa þér að:

  • Setja fram sýn og vinna í átt að stafrænni framtíð fyrirtækisins

  • Skilja hegðun viðskiptavina þinna og breyta því í árangursrík verkefni sem skila virði

  • Stilla upp árangursríku skipulagi þar sem háleit markmið og góð samvinna skilar hámarks afköstum

  • Leiða strategísk þróunarverkefni sem skipta lykilmáli fyrir árangur þinn og þíns fyrirtækis

Vertu í sambandi

Heyrðu í mér með því að fylla út formið hér á vefnum eða sláðu bara einfaldlega á þráðinn.

Sími: (+354) 865-4520
Tölvupóstur: olafur@mantra.is

Nafn *
Nafn
color-3.png

Hvað segja aðrir um mig?

Ólafur’s leadership qualities and know-how are enlightened by a wide yet deep understanding of business, technology, and design. This makes him perfectly suited for providing insight as well as the drive and focus for digital transformation of companies.
— Steinar Farestveit, Creative Director at Kolibri
Þeim sem hafa unnið með Ólafi er ljóst að hann er gífurlega fljótur að setja sig inn í flókin mál og skilja á milli hvað það er sem skiptir máli fyrir endanlegan árangur. Paraðu það með drifkrafti og getunni að tengjast fólki og þú ert komin með Óla!
— Kristinn Árni Hróbjartsson, Operations Manager hjá Gangverk